Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ljáðu mér rödd

6,990 ISK

Höfundur Kjell Espmark

Sænska skáldið Kjell Espmark (1930–2022) var prófessor í bókmenntum við Stokkhólmsháskóla. Hann skrifaði fjölda fræði bóka og skáldsagna auk ljóðabóka. Hann sat um langt árabil í sænsku akademí-unni og var formaður Nóbelsnefndarinnar í tvo áratugi. Hann hlaut fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og ljóð hans hafa verið þýdd á yfir tuttugu tungumál.

Ljáðu mér rödd er magnaður ljóðaþríleikur eftir eitt virtasta skáld Svía, Kjell Espmark, sem er Íslendingum að góðu kunnur. Í bókinni eru ljóðabækurnar Vetrarbraut (2007), Innri víðátta (2014) og Fjöldi votta (2020) þar sem öll bestu höfundareinkenni Espmarks sem ljóðskálds njóta sín til fulls.

Njörður P. Njarðvík íslenskaði.