Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Loddaralíðan

3,690 ISK

Höfundur Berglind Ósk

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Loddaralíðan er nýstárleg ljóðsaga sem fjallar um að finnast maður ekki eins klár og aðrir halda að maður sé og óttann við að það komist upp um mann. Þetta ástand er betur þekkt sem loddaralíðan (e. impostor syndrome). Berglind Ósk hefur síðustu ár haldið fyrirlestra um efnið, hérlendis og erlendis, sem hafa vakið mikla lukku. Áður hefur hún gefið út ljóðabókina Berorðað og birt smásögur í safninu Þægindarammagerðin og hinum ýmsu tímaritum.

Ég er 31 árs með taugakerfi sem fúnkerar ekki lengur í streituvaldandi aðstæðum. Ég fórna sérfræðititlinum fyrir manneskjulegra starfsumhverfi þrátt fyrir að í nýju vinnunni þurfi ég að læra nýtt forritunarmál. Það er vitað að ég er byrjandi þannig að ég er óhrædd við að spyrja þegar ég skil ekki eitthvað. Ég held fyrirlestur á lítilli tækniráðstefnu um hvernig ég komst yfir loddaralíðan og mér að óvörum fæ ég mögnuð viðbrögð, enginn hefur heyrt um hugtakið en allir upplifað þessa líðan. Nokkrum mánuðum síðar hef ég ekki fengið neina endurgjöf í vinnunni og gamalkunni óttinn grípur mig: að ég sé alltof lengi að læra, að ég sé ekki að standa mig, að ég sé ekki eins góð og allir héldu.