Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Njála
5,490 ISK
Höfundur Brynhildur Þórarinsdóttir
Njála – sagan af Gunnari á Hlíðarenda, Hallgerði langbrók og fleiri fornum söguhetjum – hefur lifað með þjóðinni öldum saman. Hér er þessi sígilda Íslendingasaga gerð aðgengileg fyrir börn og unglinga í knappri og auðlæsilegri endursögn Brynhildar Þórarinsdóttur. Bókin er prýdd glæsilegum myndum eftir Margréti E. Laxness auk fjölda ljósmynda. Jafnframt eru í bókinni fróðleiksmolar um söguna, sögusvið Njálu og sögutímann.