Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Pálmavínsdrykkjumaðurinn
3,990 ISK
Höfundur Amos Tutuola
Þegar tappari pálmavínsdrykkjumanns fellur óvænt frá leggur drykkjumaðurinn í leiðangur til að hafa uppi á honum í Dauðramannaþorpinu. En leiðin þangað er alls ekki greið og ýmsar goðsögulegar verur tefja för hans. Ævintýraleg frásögn í anda nígerískra munnmælasagna.
Þekktasta verk nígeríska rithöfundarins Amos Tutuola (1920-1997) er að öllum líkindum fyrsta afríska skáldsagan á ensku til að koma út utan heimalandsins, árið 1952. Verkið var harðlega gagnrýnt í Nígeríu því málið á sögunni þótti ýta undir þá mynd af Afríku að álfan væri vanþróuð. Nú er Pálmavínsdrykkjumaðurinn talinn meðal höfuðverka afrískra bókmennta
Þekktasta verk nígeríska rithöfundarins Amos Tutuola (1920-1997) er að öllum líkindum fyrsta afríska skáldsagan á ensku til að koma út utan heimalandsins, árið 1952. Verkið var harðlega gagnrýnt í Nígeríu því málið á sögunni þótti ýta undir þá mynd af Afríku að álfan væri vanþróuð. Nú er Pálmavínsdrykkjumaðurinn talinn meðal höfuðverka afrískra bókmennta