Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Peningar

4,990 ISK 2,499 ISK

Höfundur Björn Berg Gunnarsson

Bókin Peningar varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt. Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku og fjallað um bæði það sem vel hefur tekist og það sem farið hefur á versta veg. Nokkur dýrkeyptustu mistök fjármálasögunnar eru reifuð á síðum þessarar bókar en einnig eru sagðar sögur af snilligáfu fólks á sviði fjármála. Í bókinni má líka finna góð ráð um meðferð sparifjár og leitast er við að vekja áhuga lesenda á fjármálum. En fyrst og fremst er bókinni ætlað að sanna að peningar geta verið skemmtilegir!

Björn Berg Gunnarsson, hefur starfað við eflingu fjármálalæsis og fjármálafræðslu fyrir almenning í meira en áratug. Auður Ýr Elísabetardóttir teiknar myndir bókarinnar sem glæða síður hennar frekara lífi.

Hér má hlusta á ítarlegt viðtal við Björn Berg í hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum með Gunnari Dofra. 

Hér má hlusta á viðtal við Björn Berg um bókina í Morgunútvarpinu.