Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna

2,990 ISK

Höfundur Silja Aðalsteinsdóttir valdi

„Freistandi er að halda því fram að konur gangi nær sjálfum sér í ljóðum sínum en karlar, yrki oftar og meira um persónulega reynslu en þeir og lífshlutverk sín – að vera dóttir, systir, vinkona, ástkona, eiginkona, móðir, formóðir. Þó var það ekki fyrr en valið í þetta kvennaljóðasafn var langt komið sem sú hugmynd fæddist að láta ljóðin mynda eins konar lífssögu: Byrja á ljóðum um að vera barn, sem síðan yxi upp, yrði unglingsstúlka, kona … Þó að ekki fylli öll ljóðin þessa „konuævi“ gerði ákvörðunin valið oft auðveldara, og ekki veitti af. Konum sem yrkja er ekkert mannlegt óviðkomandi eins og hér má sjá og eftir þær er til efni í mörg og margvísleg ljóðasöfn.“
Silja Aðalsteinsdóttir, 1998

Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna voru prentaðar tvisvar, 1998 og 1999, en eru löngu uppseldar. Það hefur orðið að ráði að gera nýja útgáfu og auka við nokkrum ljóðum sem hafa verið ort síðan. Enn var beitt sömu aðferð, leitað að ljóðum þar sem skáldkonur lýsa persónulegri og kynbundinni reynslu.