Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Rimsírams

5,990 ISK

Höfundur Guðmundur Andri Thorsson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Rimsírams Guðmundar Andra Thorssonar geymir brýningar og boðskap, minningar og mas, predikanir og pælingar, skáldskap og skoðanir – og allrahanda rimsírams.

Stílvopnið er vel yddað og skrifarinn segir af innlifun og hlýju frá hversdögum og sparidögum, morgunstundum og draumanóttum, sjónvarpskvöldum og göngutúrum, rýnir í fortíð og samtíð og framtíð og altíð – eilífðina – sjálfan sig og okkur hin, samfélagið. Bók sem býður lesendum upp í dans við orð og hugmyndir um allt sem er.

Guðmundur Andri hefur skrifað skáldsögur, ljóð, greinar, minningar og ógrynni pistla um ólík efni. Eftir nokkurt útgáfuhlé snýr hann aftur á ritvöllinn, glaðbeittur.