Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Sauðfjárbúskapur í Reykjavík

6,990 ISK

Höfundur Ólafur R. Dýrmundsson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Reykjavík er eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og er með aðild að bæði afrétti og lögskilarétt. Í þessari myndríku bók er fróðlegu yfirliti um þróun sauðfjárbúskapar í Reykjavík síðan um miðja 19. öld fléttað saman við sögu Fjáreigendafélags Reykjavíkur.

Á meðal efnisþátta eru sauðfjárstríðið 1962–1970, Hvassa hraunseignin, útrýming riðuveiki, báðar Fjárborgirnar og göngur og réttir. Höfundur hefur sjálfur verið fjáreigandi í Reykjavík síðan 1957.

Ólafur Rúnar Dýrmundsson (f. 1944) er búvísindamaður. Að loknu doktorsprófi á sviði sauðfjárræktar frá Háskólanum í Aberystwyth í Wales 1972 starfaði hann við kennslu, stjórnsýslu, rannsóknir og leiðbeiningar, fyrst á Hvanneyri en lengst í Bændahöllinni. Hann sinnir enn faglegum verkefnum í þágu lífræns landbúnaðar og fæðuöryggis og stundar borgarbúskap sér til yndis og ánægju.