Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Skip mitt braut við Afrikuströnd

1,990 ISK

Höfundur Georg Davíð Mileris

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Sonarsonur Fjólu, Georg Davíð Mileris, skráði. Fjóla var sautján ára Reykjavíkurmær þegar Litháinn ungi Vladimir sigraði hjarta hennar, eftir að hafa stungið sér til sunds af þýsku fraktskipi árið 1939 við upphaf seinni heimsstyrjaldar og synt til hafnar á Íslandi. Vladimir var ofurhugi og virtist hafa níu líf eins og kötturinn. Hann lenti í miklum mannraunum í stríðinu, lifði af Hekluslysið eftir að hafa verið á fleka í tíu daga í Atlantshafi og margoft bjargaðist hann úr miklum háska á elleftu stundu. Fjóla fylgdi honum út í örbirgð og óvissu til Bretlands og sigldu þau síðan ásamt þremur börnum sínum til Afríku þar sem skip þeirra strandaði. Í hinu fjarlæga landi hófu þau nýtt líf og stofnuðu heimili sem þau áttu í 45 ár, en oft dvaldi hugurinn „heima“. Við leiðarlok vill Fjóla hvíla lúin bein á Íslandi, vitur og lífsreynd en sátt, þó afkomendur hennar og ættingjar séu eins og frækorn fífunnar; hjá Guði eða dreifð um víða veröld.