Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Skrímslavinafélagið

4,290 ISK

Höfundur Tómas Zoega og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

Allir vita að bestu leyndarmálin eru geymd í leynifélögum. Þess vegna stofna Pétur og Stefanía Skrímslavinafélagið. Þegar þau finna dularfullt og hættulegt svart duft í skólanum sínum fara leikar að æsast.

Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa I Ingimarsdóttir unnu samkeppni Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar um jóladagatal ársins 2020 með sögunni Nornin í eldhúsinu. Nú hafa þau skrifað aðra fyndna og fjöruga sögu, Skrímslavinafélagið, sem á örugglega eftir að kitla hláturtaugar lesenda á aldrinum 6–10 ára.