Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Snarkið í stjörnunum

4,290 ISK 1,999 ISK

Höfundur Jón Kalman Stefánsson

„Tilvera mín er sprottin af einni setningu; sjö orðum sögðum í eldhúsi í Skaftahlíð snemma morguns í janúarmánuði árið 1959. Ungur maður hafði komið upp úr kjallaraíbúð og stefndi niður að horni Skaftahlíðar og Lönguhlíðar. Hann gekk framhjá litlu fjölbýlishúsi, amma mín horfði út um eldhúsglugga á annarri hæðinni og muldraði setninguna sem allt hvílir á: Stakkels manden, hvorfor er honum svo kalt?“ Snarkið í stjörnunum er ættarsaga sem hverfist um hugarheim móðurlauss sjö ára drengs í Reykjavík í kringum 1970.

Snarkið í stjörnunum er fimmta skáldsaga höfundar og kom fyrst út árið 2003. Jón Kalman hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin og tilnefningu til sömu verðlauna fyrir Sögu Ástu árið 2017. Skáldasaga hans Fjarvera þín er myrkur (2020) hlaut virt frönsk verðlaun Le Point og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022, en bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál.