Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sofðu rótt - Hugljúfar vögguvísur

6,490 ISK

Höfundur Jón Ólafsson

Í Sofðu rótt færa söngfuglarnir KK, Friðrik Dór og Hildur Vala okkur fimmtán gullfalleg vögguljóð við undirleik Jóns Ólafssonar, sem ljúft er að líða með syngjandi inn í heim draumanna. Öll eiga lögin það sammerkt að hafa öðlast einstakan sess meðal þjóðarinnar og börnin elska að syngja með. Lögin í bókinni er einnig hægt að spila án söngs.

Bókaflokkurinn Tónbækurnar okkar með undirleik píanóleikarans Jóns Ólafssonar og teikningum Úlfs Logasonar hefur slegið rækilega í gegn hjá börnunum á undanförnum árum. Í þeirri röð hafa komið út Vögguvísurnar okkar, Jólalögin okkar, Leikskólalögin okkar og fleiri.

Sofðu rótt er nýtt afsprengi þeirra frábæra samstarfs og fá þeir einhverja allra ástsælustu söngvara þjóðarinnar með sér í lið, þau Friðrik Dór, Hildi Völu og KK.
Veljið eitt laganna, ýtið á takkann og syngið með!