Strákurinn sem las Jules Verne
4,490 ISK
Höfundur Almudena Grandes
Strákurinn sem las Jules Verne er áhrifamikil söguleg skáldsaga sem gerist á Spáni á fimmta áratug síðustu aldar. Nino er níu ára gamall og elst upp í búðum Þjóðvarðliðsins í bænum Fuensanta de Martos. Sumarið 1947 kemur hinn dularfulli Pepe Portúgali til bæjarins og sest þar að í gamalli, yfirgefinni myllu. Pepe verður besti vinur hins veiklulega og lágvaxna Ninos.
Vinskapur þeirra og lestur bóka Jules Verne verður til þess að Nino fer að sjá skæruhernaðinn á heimaslóðum sínum undir forystu hins goðsagnakennda leiðtoga Cen cerro í nýju ljósi. En Nino gætir þess vandlega að halda því fyrir sig hvers hann verður áskynja.
Almudena Grandes er eitt af höfuðskáldum okkar samtíðar.“ – Mario Vargas Llosa
Skúli Thoroddsen íslenskaði.
ALMUDENA GRANDES (1960–2021) er talin meðal fremstu kvenrithöfunda Spánar.
Hún kvaddi sér eftirminnilega hljóðs með erótísku sögunni Las edades de Lulú árið 1989. Hún er margverðlaunuð fyrir bækur sínar og hefur meðal annars hlotið spænsku bókmenntaverðlaunin. Meðal þekktustu verka hennar eru sögulegar skáldsögur undir yfirskriftinni Episodios de una Guerra Interminable (Atburðir í stríði sem engan endi tók) og lýsa þróun samfélagsins í kjölfar borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Strákurinn sem las Jules Verne er ein þessara sagna.