Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Svalur og Valur Skriðdrekinn & Einingahúsið

2,990 ISK

Höfundur André Franquin

Franquin var tuttugu og tveggja ára gamall þegar hann byrjaði að teikna Sval og Val. Engum datt þá í hug að hann ætti eftir að setja varanlegt mark sitt á þessa seríu og reyndar á myndasögugerð yfirhöfuð.

Með tilkomu þessarar bókar geta íslenskir lesendur loksins barið fyrstu tvær sögurnar augum sem mörkuðu upphaf ferils þessa snillings og um leið að fá nasasjón af bernskuskeiði gullaldar belgísku myndasögunnar.