Svefnpakkinn - Svefnfiðrildin og Svefninn minn
4,990 ISK 3,990 ISK
Höfundur Erla Björnsdóttir
Góður nætursvefn er mikilvægur fyrir þroska barna og hann er undirstaða góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu þeirra.
Svefnfiðrildin útskýra mikilvægi svefns og hvíldar fyrir börnum. Í bókinni má einnig finna góð ráð til foreldra varðandi svefn barna.
Svefninn minn er verkefnabók sem eykur svefngæði barna og tekur á ýmsum vandamálum sem tengjast svefnvenjum.
Í Svefninn minn er að finna opnur þar sem börn geta skrifað niður markmið sín til að bæta svefninn, ýmsan skemmtilegan fróðleik um svefn, litríka og fallega límmiða og pláss til að lita og skrifa niður drauma sína. Markmiðin geta verið af ýmsum toga eins og að fara að sofa á réttum tíma, sofa í sínu eigin rúmi og að fá nægan svefn miðað við aldur. Þegar markmiðinu er náð er komið að því skemmtilegasta – að fá verðlaun.
Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi. Erla hefur einnig skrifað bókina Svefnfiðrildin sem er skemmtileg og falleg saga sem útskýrir mikilvægi svefns og hvíldar fyrir börnum.