Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Svona tala ég

3,990 ISK

Höfundur Helen Cova

Gleymdu þér í frábæru ævintýri Simonu þar sem hún uppgötvar heim íslenskrar tungu í „Svona tala ég“.

Þessi bók er ómissandi fyrir þá sem vilja stuðla að samþættingu og virðingu fyrir öllum börnum, sama hvaða uppruna þau hafa eða hvaða hreim þau tala íslensku með. „Svona tala ég“ minnir okkur á hvað við erum öll heppin að geta talað íslensku.

Þessi bók kennir ekki aðeins börnum um fegurð íslenskrar tungu, heldur ber hún líka sterk skilaboð um umburðarlyndi og skilning fyrir þau sem eru að læra hana. Með sögu Simonu læra íslensk börn hvað tungumál okkar er mikilvægt, fallegt, sérstakt og hve flókið það getur verið.

Börnin læra líka að meta og virða námsferli innfl ytjenda og auka samúð og þátttöku í samfélaginu okkar. Nýir Íslendingar sem eru að flytja til Íslands og eru að læra tunguna munu sjá sjálfa sig og fá félaga í sögunni um Simonu, finna innblástur og huggun í þeirra ferli. Með töfrandi myndum og innblásandi sögu, eflir „Svona tala ég“ menningarlega fjölbreytni, eykur ástina á íslenskunni og sýnir hvernig samskipti og tengingar geta rofi ð hindranir og sameinað fólk.

„Svona tala ég“ minnir okkur á að hver rödd er einstök og hvað við erum öll heppin að geta talað íslensku.