Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Þungir þankar

5,890 ISK

Höfundur Mikael M. Karlsson

ÞUNGIR ÞANKAR er úrval nokkurra helstu ritgerða Mikaels M. Karlssonar um heimspeki, bæði á íslensku og ensku, sem ritstjóri bókarinnar, Elmar G. Unnsteinsson, hefur tekið saman.

Mikael M. Karlsson hefur ætíð farið um víðan völl í verkum sínum eins og sjá má af fjölbreyttu efni þessarar bókar, enda er heimspekinni ekkert óviðkomandi. Í bókinni kafar Mikael djúpt ofan í áhugaverðar spurningar á ólíkum sviðum heimspekinnar: lögspeki, hugspeki, fagurfræði, athafnafræði, siðfræði og túlkun Aristótelesar. Rökfærslur hans og hugmyndir varpa ljósi á djúpstæð vandamál og vekja nýjar spurningar. Ritgerðirnar sýna svo ekki verður um villst að löngu liðnir hugsuðir – Aristóteles og Hume – jafnt sem samtímahöfundar á borð við Donald Davidson eða Fred Dretske, geta átt í gjöfulum samræðum við nútímann og komið okkur til að sjá sígild heimspekileg vandamál í nýju ljósi.

MIKAEL M. KARLSSON (f. 1943) er prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki við Brandeis-háskóla í Bandaríkjunum árið 1973 og kenndi síðan heimspeki við Háskóla Íslands þar til hann lét af störfum árið 2013. Auk þess var hann deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri árin 2003 til 2007. Undanfarin ár hefur hann kennt við sagnfræði- og félagsvísindadeild Fróðskaparseturs Færeyja.