Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Undirstöður reikningslistar

3,490 ISK

Höfundur Gottlob Frege

Heimspekingurinn og stærðfræðingurinn Gottlob Frege er talinn faðir nútímarökfræði og sá sem lagði hornsteininn að heimspekilegri merkingarfræði eins og hún er stunduð í dag. Verk hans vöktu furðu litla athygli meðan hann var á lífi, en á síðustu áratugum hefur heimspekingum í síauknum mæli orðið ljóst mikilvægi Freges og verk hans því hafin til þeirrar virðingar sem þau verðskulda. Merkastar má telja uppgötvanir hans á umsagnarökfræði og mögnurum (e. quantifiers), þ.e. aðferðum rökfræðinnar til að segja til um hvaða ályktanir megi draga af innri gerð setninga en ekki aðeins sambandinu milli heilla setninga eins og setningarökfræðin hafði áður gert.

Í þessari bók, eins og öðrum höfuðritum Freges, leitast hann við að sýna fram á að stærðfræði megi smætta niður í rökfræði. Sú kenning er nú almennt talin afsönnuð. Viðleitni Freges bar hins vegar ríkulegan ávöxt, þar með talda umsagnarökfræðina sem áður getur, sem og nýtt táknkerfi rökfræðinnar. Undirstöður reikningslistarinnar, sem út kom 1884, er þó laus við framandi tákn og formúlur, enda ætlaði höfundur henni að vera aðgengileg og auðskilin framsetning stærðfræðilegrar heimspeki sinnar.

Inngang ritar Guðmundur Heiðar Frímannsson.