Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Vala víkingur og hefnd Loka

3,790 ISK

Höfundur Kristján Már Gunnarsson og Sól Hilmarsdóttir

Loki hyggur á hefndir eftir að Vala plataði hann og breytti honum í lítið barn. Áður en Vala veit af er hún komin í vanda í Niflheimi og þarf að fást við Fenrisúlfinn sjálfan. Hvernig sleppur hún úr þessu hættulegasta ævintýri til þessa?

Vala víkingur er hugrökk og góðhjörtuð stelpa sem ferðast um heima norrænu goðafræðinnar og lendir í stórkostlegum, spennandi og fyndnum ævintýrum ásamt skipinu sínu, Breka dreka.