Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Veistu, ef vin þú átt

3,990 ISK

Höfundur Þorvaldur Kristinsson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Haustið 1946 fluttist Aðalheiður Hólm af landi brott með hollenskum eiginmanni sínum sem hún hafði kynnst í Reykjavík á styrjaldarárunum. Þá stóð hún á þrítugu en hafði engu að síður komið víða við sögu. Átján ára stofnaði hún Starfsstúlknafélagið Sókn sem sameinaði konur í lægstu stéttum þjóðfélagsins í baráttu þeirra fyrir mannsæmandi lífi og öll sín ár á Íslandi stóð hún fremst í sveit þeirra sem töluðu máli alþýðukvenna á hörðum tímum. Í Hollandi tókst Heiða síðan á við hlutskipti þess sem kemur að utan og þarf alla ævi að berjast fyrir því að vinna land til að vera talinn fullgildur þegn.

Saga Heiðu Hólm kom fyrst út árið 1994 og birtist hér í endurútgáfu. Í leiftrandi frásögn rifjar hún upp þjóðlíf fortíðar og bregður upp meitluðum myndum af þeim Íslendingum sem börðust fyrir betra lífi og bættri siðmenningu. Oft mætti Heiða andbyr á langri ævi en vann líka eftirminnilega sigra, trú tilfinningum sínum og samvisku til hinstu stundar.