Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Völvur á Íslandi

8,990 ISK

Höfundur Sigurður Ægisson

Frá elstu tímum eru til sagnir um konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þekktastar eru tvímælalaust völvurnar. Þær nutu mikillar virðingar, stundum reyndar óttablandinnar, enda voru þær á mörkum tveggja heima og höfðu vitneskju um það, sem flestum ððrum var hulið. Sumum þeirra fylgja magnaðar sögur og þær finnur þú í þessari einstöku bók.

Rannsóknir benda til, að þær íslensku völvurnar hafi flestar verið öðruvísi en aðrar, það er að segja búandi konur, en hinar farið um á milli bæja og þá gjarnan haft með sér fylgdarlið. Í þessari bók er saga þeirra allra rakin, allt frá öndverðu og til nútímans.

Fornleifafræðingar hafa á undanförnum þremur áratugum verið að finna eitt og annað í gömlum kumlum, bæði hér á landi og erlendis, sumum ríkulega búnum, sem þykir benda til, að þau geymi einmitt jarðneskar leifar þessara sjáenda, og á Íslandi eru til heimildir um rúmlega 60 völvuleiði. Í bókinni má finna myndir af þeim og auðvitað fylgja sögurnar með - hreint út sagt magnaðar.