Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Rútan fær fjórar stjörnur í Fréttablaðinu!

Rútan fær fjórar stjörnur í Fréttablaðinu!

Fjórar stjörnur!

Við vekjum athygli á ritdómi um Rútuna sem birtist í Fréttablaðinu síðustu helgi. Þar fer Magnús Guðmundsson fögrum orðum um hana og gefur fjórar stjörnur. Í dómnum segir meðal annars:

"Rútan er ekki flókin saga en að sama skapi er hún ákaflega táknræn og áhrifarík í einfaldleika sínum ... vel skrifuð og skemmtileg skáldsaga sem óhætt er að mæla með, lipurlega þýdd og á góðu máli ... Og þó svo Rútan fjalli um og gerist í ákveðnu pólitísku landslagi Argentínu frá síðustu öld er þetta bók sem á erindi við okkur öll. Sú hugsun og stjórnun sem hún tekst á við stendur okkur því miður nær en margan grunar og það sýnir okkur vel mikilvægi þess að geta nálgast heimsbókmenntir samtímans og að taka virkan þátt í þeirri samræðu sem þær bjóða okkur til. Einföld, mannleg og áhrifarík skáldsaga um atferli valdsins hvar og hvenær sem er."

Ritdóminn í heild sinni má lesa hér
4. apríl 2017 eftir Anna Lea Friðriksdóttir