Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ingileif og María Rut gefa út nýja barnabók

Ingileif og María Rut gefa út nýja barnabók

Bókin Úlfur og Ylfa - Ævintýradagurinn eftir Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur er komin út hjá Sölku. Auður Ýr Elísabetardóttir teiknar fallegu myndirnar sem prýða bókina. Ingileif og María eru hjón og eiga þrjú börn en á dögunum eignuðust þær dóttur, einungis nokkrum dögum áður en bókin kom út. Þær halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn og hafa verið framarlega í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks á Íslandi. Bókin er sú fyrsta um Úlf og Ylfu sem lesendur eiga eftir að kynnast nánar í framtíðinni. Úlfur, önnur söguhetja bókarinnar, á tvær mömmur en mikilvægt er fyrir börn að geta speglað sig í sögunum sem lesnar eru fyrir þau og munu aðrar bækur um Úlf og Ylfu einnig fagna fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð í skemmtilegum sögum fyrir hressa krakka.