Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Gönguleiðir á Reykjanesi komin út

Gönguleiðir á Reykjanesi komin út

Gönguleiðir á Reykjanesi er nú komin út en hún hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 áfangastaða á Reykjanesskaga, fjársjóðskistu útivistarfólks. Sumar leiðirnar eru á fjöll, aðrar um hraun og dali og margar eru hringleiðir. Allar eru lýsingarnar innblásnar af þeim miklu jarðumbrotum sem hafa einkennt svæðið alla tíð. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir utanvegahlaup og enn aðrar til að kynna yngstu kynslóðina fyrir töfrum fjallaferða og eru þær merktar sérstaklega.
7. apríl 2022 eftir Dögg Hjaltalín