Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fyrsta bókakvöld Sölku í haust

Fyrsta bókakvöld Sölku í haust

Það er komið að fyrsta bókakvöldi Sölku þetta haustið! Það má með sanni segja að kvöldið verði fróðlegt en gestir okkar að þessu sinni eru tveir gamalreyndir fjölmiðlamenn, Þórir Guðmundsson og Stefán Jón Hafstein.

Nýverið komu út bækurnar Í návígi og Heimurinn eins og hann er þar sem þeir líta um öxl og segja frá reynslu sinni á mjög lifandi og áhugaverðan hátt. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, verkefnastýra hjá UNICEF kemur til með að stjórna umræðum þar sem Þórir og Stefán ræða efni bóka sinna í víðu samhengi og er víst að umræðurnar verða líflegar og skemmtilegar!

Bókakvöldið verður þriðjudaginn 13. september kl. 20 í bókabúð Sölku, Hverfisgötu 89-93. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.

12. september 2022 eftir Dögg Hjaltalín