Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lóudagur í Sölku 3. desember

Lóudagur í Sölku 3. desember

Verið velkomin í bókabúð Sölku laugardaginn 3. desember kl.14-17 (sem og reyndar alla aðra daga líka) en þá verður Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sérstakur gestaafgreiðari! Bækur, prent, dagatöl og bollar verða meðal þess sem til sölu verður. Heitt kakó, heitt á könnunni og notaleg aðventustemning.
2. desember 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Grísafjörður tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs

Grísafjörður tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs

Lóa Hjálmtýsdóttir er tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Grísafjörð!

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: Undursamlegt hversdagslíf er aðalsmerki þessarar fallegu og hjartahlýju bókar.