Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Flóttinn á norðurhjarann

6,490 ISK

Höfundur Nanna Rögnvaldardóttir

Það ríkir hungursneyð á Íslandi í kjölfar eldgoss. Solla er nýorðin tólf ára þegar mamma hennar segir henni að til að lifa af þurfi þær að yfirgefa kotið sitt. Solla getur ekki ímyndað sér hvert þær geti flúið. Þær eiga engan að nema hvor aðra. Hvern ætlar mamma að biðja um hjálp? Og hvaða leyndarmál geymir hún sem Solla má ekki vita?

Veturinn er nýbyrjaður þegar þær ösla af stað í norðurátt. Þær eiga langa og lífshættulega ferð fyrir höndum og á áfangastað bíða nýjar áskoranir og óvæntir atburðir.

 

Flóttinn á norðurhjarann er fyrsta barnabók Nönnu Rögnvaldardóttur en fyrir hana voru henni veitt Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2025. Bókina byggir hún að hluta á raunverulegum atburðum og aðstæðum fólks á árunum eftir Skaftárelda. Áður hefur Nanna skrifað vinsælar sögulegar skáldsögur fyrir fullorðna auk fjölda matreiðslubóka.