Í hverjum mánuði fær Salka fjöldann allan af frumsömdum handritum/þýðingum frá hugmyndaríku og skapandi fólki. Við biðjum þá sem skila inn efni að hafa eftirfarandi í huga:

 • Panta skal tíma hjá útgefanda (dogg@salka.is)
  áður en komið er með handrit til að athuga hvort það sé áhugi fyrir hendi.
 • Einnigi er hægt að skila handriti í tölvupósti en auk þess þarf að skila handriti útprentuðu,
  vel frágengnu, prófarkalesnu og snyrtilegu.
 • Upplýsingar um höfund/þýðanda verða að fylgja með; starf, reynsla o. s. frv.
 • Vegna þess hve mörg handrit berast til yfirlestrar gefum við okkur upp í
  allt að mánuð til að halda handritunum.
 • Á meðan handritið er í yfirlestri hjá Sölku er þess farið á leit að það sé
  ekki í skoðun hjá öðrum útgáfum.
 • Salka áskilur sér rétt til þess að skila handriti til baka án þess að veita
  rökstuðning eða skrifa umsögn.