Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Dreim – Dýr móðurinnar

6,190 ISK

Höfundur Fanney Hrund Hilmarsdóttir

Draupnir, máttugasta vera Dreim, er fallinn. Myrkrið vex beggja vegna skilanna og dreimfarar úr Fósturdal hafa örlög heimanna í höndum sér. Skömmu eftir komuna til Ngala, berst spádómur Draupnis. Von er á hinum mikla mætti og von ljóssins: Mtoto Ngala. Æsispennandi fantasía.

Dýrin beruðu tennurnar gegn þeim sem sóttu að barninu við trjástofninn. Hreint, tært og hjalandi saug það fræ hennar á meðan laufkrónurnar vögguðu því í svefn. Hún sendi það mönnum. Barnið sitt. Enn falla tár hennar yfir regnskóginn – síðla hvern dag.

– Sagan af Mtoto Ngala.

Draupnir, máttugasta vera Dreim, er fallinn. Myrkrið vex beggja vegna skilanna og dreimfarar úr Fósturdal hafa örlög heimanna í sínum höndum. Skömmu eftir komuna til Ngala, berst spádómur Draupnis. Von er á hinum mikla mætti og von ljóssins: Mtoto Ngala.

Áður en að því kemur þurfa dreimfarar að halda til fjalla, glíma við gárunga, gljúfur og glóandi jökla, ógnarmátt landsins og iðandi lífríkið – en þó fyrst og fremst dýrið sem býr innra með þeim sjálfum.

Á meðan heift Alex hrekur hópinn í ógöngur er Daríus hvergi óhultur fyrir myrkrinu sem teygir sig á milli heima og þegar Bella slítur sig úr fjötrum reynist ást hennar á Staurian ógn við líf þeirra beggja. Þá er ónefnt litla dýrið sem enginn gefur gætur í allri óreiðunni. Það sem síst skyldi