Voðagerði – Lilja
4,990 ISK
Höfundur Hilmar Örn Óskarsson, Blær Guðmundsdóttir
Velkomin í Voðagerði – hér er allt að óttast! Einn morguninn mætir Lilja í skólann með límband fyrir munninum. Meðal nemenda og kennara kvikna ótal hugmyndir, allar frekar óhugnanlegar. Sjálf er Lilja þögul sem gröfin en augljóslega blundar eitthvað hræðilegt í henni og vei sé öllum í Voðagerði ef það sleppur út. Ekki fyrir viðkvæmar sálir!
Á Reykjanesskaga liggur bær sem sést ekki með berum augum en þú finnur stundum fyrir þegar þú lítur yfir hraunið. Það er allt og sumt. Dálítil tilfinning sem þú heldur að sé bara eftirvænting eða söknuður. Bærinn heitir Voðagerði og er við fyrstu sýn ekki ólíkur þeim bæjum sem þú þekkir nú þegar. Ekki við fyrstu sýn …
Í Voðagerði gerast skrýtnir hlutir.
Stundum uggvænlegir.
Stundum hreint og beint hryllilegir.
Hilmar og Blær hafa áður unnið saman að gerð bókanna Holupotvoríur alls staðar! og Dredfúlíur, flýið! Saman hafa þau heimsótt fjölmarga grunnskóla og fengið nemendur í leik með ímyndunaraflið við sköpun texta og mynda. Hugmyndin að Voðagerði kviknaði einmitt í kjölfar þessara heimsókna.