Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Gjafabréf - Tjörnin
4,990 ISK
Höfundur Rán Flygenring
Tjörnin eftir Rán Flygering er uppseld hjá útgefanda en nú er hægt að kaupa fallegt gjafabréf fyrir bókinni til að gefa í jólagjöf. Bókin verður komin um miðjan janúar í bókabúð Sölku við Hverfisgötu.
Hyldjúp og töfrandi saga um forvitni og framhleypni, stjórn og stjórnleysi, en ekki síst um samband okkar við eigin tegund og allar hinar sem við deilum nærumhverfinu með. Bók fyrir náttúrubörn á öllum aldri.
Rán Flygenring er margverðlaunaður höfundur og teiknari. Hún hefur margsinnis hlotið Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og árið 2023 fékk hún Norðurlandaráðsverðlaunin fyrir bókina Eldgos.