Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Goðheimar 15

4,990 ISK

Höfundur Peter Madsen

Sýnir Völvunnar er fimmtánda og síðasta bókin í bókaflokknum vinsæla um Goðheima þar sem sögur af norrænu goðunum sagðar á skýran og skemmtilegan hátt, kryddaðar óborganlegum húmor.
Fimbulvetur ríkir í Ásgarði og Fenrisúlfur er kominn aftur á kreik. Þegar æsir komast að því að jötnar standa að baki þessum eilífðarvetri rennur upp fyrir þeim að Ragnarök eru í nánd og ræsa þarf út her einherja. Loki er sendur til að kljást við úlfinn en fær óumbeðna aðstoð frá Röskvu, sem sýnir á sér nýja og afar óvænta hlið.
Bjarni Frímann Karlsson þýddi.