Þegar fimmtugustu Hungurleikarnir renna upp grípur um sig ótti í Panem. Í þetta sinn verða tvöfalt fleiri framlög tekin frá heimilum sínum til að taka þátt í leikunum. Haymitch Abernathy reynir að dvelja ekki of mikið við það heldur einbeitir sér að því sem skiptir hann mestu máli – að komast í gegnum daginn og vera með stúlkunni sem hann elskar.
Þegar nafn Haymitch er kallað upp hrynur veröldin. Hann er rifinn frá fjölskyldu sinni og unnustu og fluttur til þinghússins ásamt hinum þremur framlögunum úr tólfta umdæmi. Þegar leikar hefjast uppgötvar Haymitch að honum hefur verið stillt upp til að mistakast. En eitthvað innra með honum vill berjast … og láta þá baráttu óma langt út fyrir vígvöllinn.
Bækur Suzanne Collins, Hungurleikarnir, Eldar kvikna, Hermiskaði og Danskvæði, sátu árum saman á metsölulistum, fengu afar góða dóma og eftir þeim voru gerðar geysivinsælar kvikmyndir. Bækurnar hafa komið út um allan heim og selst í meira en 100 milljónum eintaka.
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.