Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Spítalaráðgátan
4,690 ISK
Höfundur Martin Widmark, Helena Willis
Inga í bakaríinu fótbrotnar á skautum. Hún finnur mikið til en fær verkjalyf á spítalanum. Þegar hún rankar við sér eru gulleyrnalokkarnir hennar horfnir! Starfsfólk spítalans liggur undir grun. Hvert þeirra er nógu ósvífið og útsmogið? Stjörnuspæjararnir Lalli og Maja setja á svið fótbrot lögreglustjórans í Víkurbæ til að koma upp um þjófinn.
Sögurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Spæjarar á öllum aldri lesa Ráðgátubækurnar aftur og aftur – og í hvaða röð sem er.
Æsa Guðrún Bjarnadóttir þýddi.