Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Svefnfiðrildin

3,690 ISK 2,990 ISK

Höfundur Erla Björnsdóttir

Sunna er fjörug stelpa sem veit fátt skemmtilegra en að leika við Bjart, besta vin sinn. En undanfarið hefur Sunna verið lasin og mamma hennar ákveður að fara með hana til læknis sem segir Sunnu frá svefnfiðrildunum. Þau hjálpa okkur að sofna og hvílast vel á nóttinni. Svefnfiðrildin eru stórmerkileg og Sunna getur varla beðið eftir að segja öllum frá töfrum þeirra! 

Þessi skemmtilega og fallega saga útskýrir mikilvægi svefns og hvíldar fyrir börnum. Í bókinni má einnig finna góð ráð til foreldra varðandi svefn barna og svefndagbók sem hægt er að fylla út með börnum. 

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi. 

 Ef þið hafið áhuga á að fá bókina áritaða af Erlu megið þið endilega taka það fram í athugasemd þegar bókin er keypt hér í vefverslun Sölku. 


Ævintýri um svefn - Fréttablaðið

Viðtal í Morgunútvarpi Rásar 2

Viðtal við Erlu um svefn barna á mbl.is

„Bókin nýttist okkur mæðginum vel. Svefntíminn er orðinn örlítið auðveldari og svefninn er ekki lengur dómur sem þarf að afplána heldur eitthvað gott og nytsamlegt. Sem er án efa tilgangur bókarinnar og til að koma á betri svefnvenjum hjá börnum er hún mjög nytsöm. Hún er líka mjög fræðandi fyrir foreldra sem geta þá líklega leitað sér frekari upplýsinga út frá fræðslunni í lok bókarinnar.“

Katrín Lilja, Lestrarklefinn