Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Þegar Egill hitti tröllin Úr & Búr og fór með þeim til Feneyja

0 ISK

Höfundur Egill Sæbjörnsson

Bókin segir frá því þegar íslenski myndlistar- og tónlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson vingaðist við tröllin Úr & Búr. Í stað þess að borða Egil, eins og flest annað mannfólk, fóru þau að herma eftir honum að búa til list og tóku svo yfir þegar Egill átti að koma fram fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringnum 2017.
Í sköpunarverkum Egils er leikgleðin gjarnan umlykjandi. Samspil efnisheims og alheimsvitundar spretta fram í formi tónlistar, innsetninga, lifandi skúlptúra og ímyndaðra vina.
Í heimi sem er leynt og ljóst stjórnað af ýmsum öflum, sakleysislegum eða háalvarlegum, eru ímyndaðir vinir Egils, Úr og Búr, kannski undanþegin. Þeim eru fá takmörk sett.
Egill fékk innblástur til að þýða bókina á íslensku í kjölfar einkasýningar hans Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins á Listasafni Ísland 2023 - 2024. Á þessari sýningu bauð Egill óendanlega mörgum ímynduðum vinum sínum að taka þátt í samveru í hinum endalausa leikherbergi listarinnar sem sló í gegn hjá yngri áhorfendum á Íslandi.