Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Torf, grjót og burnirót
5,690 ISK
Höfundur Sigrún Eldjárn
Una og Ormur eru í heimsókn hjá afa og ömmu þegar þau reka augun í gamla ljósmynd af íslenskum torfbæ. Afi fræðir þau um þessi gömlu hýbýli þjóðarinnar og í kjölfarið ákveða þau að sumarhúsið sem amma og afi ætla að reisa skuli verða torfbær.
En hvernig á að byggja torfbæ? Sko, ALVÖRU torfbæ?
Torf, grjót og burnirót leiðir lesendur um töfra torfsins og útskýrir hvernig torfbær er reistur, hvernig á að hlaða grjóti, stinga torf og finna burnirót úti í haga til að koma fyrir í vegghleðslunni, bænum til heilla.