Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Vélhundurinn Depill
5,690 ISK
Höfundur Tómas Zoëga / Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Vélhundurinn Depill er fjórða sagan í verðlaunaflokknum um Pétur og Stefaníu, alveg skuggalega skemmtileg og ætluð lesendum á aldrinum 610 ára. Bókin er ríkulega myndskreytt og með sérvöldu auðlæsilegu letri.
Nornin, vinkona Péturs og Stefaníu, hefur misst hann Lubba sinn og er alveg óhuggandi. Í ofanálag er eitthvað óhugnanlegt á seyði í garðinum sem virðist tengjast gröf Lubba. Hver er að róta í moldinni? Það skyldi þó ekki vera að ljúfi hundurinn Lubbi sé genginn aftur hauslaus í ofanálag?