Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Vinkonur: ráðgátur 1 – Þjófur á hjóli

4,990 ISK

Höfundur Sara Ejersbo

Karólína stóra systir Jósefínu er í vandræðum. Kvöldið sem hún fór snemma heim úr vinnunni var peningum rænt af vinkonu hennar. Eða svo segir vinkonan...

Jósefína er viss um að einhver sé að ljúga. Sem betur fer eru Emma og Amanda sammála og til í að rannsaka málið með henni. Þær finna vísbendingar sem lögreglunni yfirsáust og grunar hver hinn seki gæti verið.

Grunsemdir eru samt ekki nóg, þær þurfa að útvega sönnunargögn og það getur reynst hættulegt. Hversu langt eru vinkonurnar tilbúnar að ganga til að koma upp um þjófinn?