Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Afmælisráðgátan
4,990 ISK
Höfundur Martin Widmark, Helena Willis
Barbara Berg gefur eiginmanni sínum, Múhameð Karat, óvenju frumlega afmælisgjöf í ár: Baksturskeppni. Í afmælisveisluna á hótelinu mæta þrír bakarar sem keppa um hver gerir bestu afmæliskökuna. Sigurvegarinn, að mati afmælisbarnsins, fær 100 þúsund krónur!
Meðan gestirnir gæða sér á kökunum fer rafmagnið skyndilega af matsalnum og í niðamyrkrinu hverfur demantshálsfesti Barböru! Sem betur fer eru spæjararnir Lalli og Maja í veislunni en hér er á ferð skúrkur sem svífst einskis.
Sögurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Spæjarar á öllum aldri lesa Ráðgátubækur Martins Widmark aftur og aftur – og í hvaða röð sem er. Æsa Guðrún Bjarnadóttir þýddi.