Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fjaðrafok í mýrinni

5,490 ISK 4,290 ISK

Höfundur Sigrún Eldjárn

Það er eitthvað undarlegt að gerast langt úti í bullandi og sullandi mýrinni. Hvaða rauðu slettur eru þarna úti um allt? Er það tómatsósa? Jarðaberjasulta? Eða eru þetta kannski BLÓÐSLETTUR?

Í þessari bók hittum við Móses í bláa húsinu og þríburana Stellu, Ella og Bellu í gráa húsinu. Auk þess sjálfa ófreskjuna í mýrinni sem kúrir ein í holu sinni og gæðir sér á kanelsnúðum. Við rekumst á grunsamlegan bókabílstjóra, þríburamömmu á kafi í leynilegum verkefnum og hugsanlega komumst við að því hvernig hægt er að læra að skilja fuglamál!

Sigrún Eldjárn hefur skrifað fjölda bóka sem íslensk börn gleypa í sig enda eru sögurnar fyndnar og skemmtilegar, æsispennandi og ríkulega myndskreyttar. Sigrún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og fyrri bókin um fólkið í Mýrarsveitinni, Ófreskjan í mýrinni, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2023.