Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Framfaragoðsögnin

3,490 ISK

Höfundur Georg Henrik von Wright

Finnski rökfræðingurinn Georg Henrik von Wright má heita merkastur norrænna heimspekinga 20. aldar.

Framfaragoðsögnin er nýlegt rit, gefið út 1993, áratug fyrir dauða höfundarins. Það hefur að geyma safn ritgerða sem gagnrýna þá ríkjandi hugmynd að vísindaleg þróun leiði til eiginlegra framfara og rekja hugmyndasögulegar rætur þessarar goðsagnar allt aftur til frelsunarhugmyndar kristindómsins.

Sigríður Þorgeirsdóttir skýrir frá þessum hugmyndum von Wrights og fjallar ítarlega um kenningu hans um framfaragoðsögnina í fróðlegum inngangi sínum að verkinu.