Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hrafninn - þjóðin, sagan, þjóðtrúin

11,990 ISK

Höfundur Sigurður Ægisson

Saga hrafnsins með íslensku þjóðinni nær samkvæmt rituðum heimildum allt aftur til 9. aldar, þegar hann leiddi Flóka Vilgerðarson upp að Íslandsströndum. Ýmislegt fréttist af þessum blakka spekingi eftir það, löngum tengdist hann myrkraöflunum og ekki var laust við að galdramenn notuðu parta úr búki hans í kukli sínu.

Krummi veit lengra nefi sínu. Vísindin telja hann reyndar á meðal gáfuðustu dýra sem þessa reikistjörnu byggja. Þjóðtrúin segir hann aukinheldur geta orðið 900 ára. Það er ekki lítið.

Í bókinni Hrafninn — þjóðin, sagan, þjóðtrúin er hann skoðaður frá mörgum hliðum og víða leitað fanga og niðurstaðan er sú, að hann er engu líkur.

Í einum af þremur viðaukum bókarinnar er svo að finna allar íslenskar þýðingar sem vitað er um, sjö að tölu, á hinu magnaða kvæði Bandaríkjamannsins Edgars Allans Poes, The Raven.