Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Vísindafyrirlestrar handa almenningi

3,690 ISK

Höfundur Hermann von Helmholtz

„Nú sjáið þið hvernig vegferð okkar, sem hófst með athugunum sem aðeins snerust um nærtækustu hagnýt tækniatriði vélrænnar vinnu, hefur leitt okkur að almennu náttúrulögmáli sem, eftir því sem séð verður, nær til allra náttúruferla og stjórnar þeim. Lögmálið er ekki lengur takmarkað við hagnýtar vélar okkar mannanna, heldur tjáir það almennan og sérlega einkennandi eiginleika allra náttúruafla.“

Í vísindafyrirlestrum Helmholtz fær lesandinn tilfinningu fyrir því hvernig umhorfs var í evrópskum vísindaheimi á ofanverðri 19. öld þegar enn var deilt um grundvöll efnisheimsins. Helmholtz hafði mikil áhrif á samtímamenn sína og lagði grunninn að mörgum uppgötvunum síðari tíma. Um leið átti hann þátt í að móta hugsunarhátt nútímans.