Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt
Orð, ekkert nema orð
2,990 ISK
Höfundur Bubbi Morthens
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Þjóðin hefur þekkt og dáð söngvaskáldið Bubba Morthens í áratugi. Hann hefur fært okkur einlægustu ástarljóð jafnt sem beittustu ádeilur og skörpustu sjálfgagnrýni. Ljóðabækurnar hans eru sterkar og grípandi.
Orð, ekkert nema orð er þrískipt bók. Í fyrsta hluta eru fjölbreytt ljóð um lífið og ástina, orðin og náttúruna, í öðrum hluta minningarljóð um tónlistarfólk og í þeim þriðja ágeng og beitt prósaljóð. Allt kraftmiklar myndir mótaðar í orð frá skáldi sem á erindi við samtímann.