Brandarabíllinn
5,490 ISK
Höfundur Sváfnir Sigurðarson
Lífið gengur sinn vanagang í Bjarkarey í Norðanhafi. Matti er í pössun hjá Hagbarði vitaverði á meðan foreldrar hans ferðast um með sirkusnum. Allt er með kyrrum kjörum þar til að uppfinningakonan Katarína Kristrós kemur í heimsókn á undarlegum bíl sem gengur ekki fyrir eldsneyti, heldur bröndurum. Matti og hundurinn Hringur leggja óvænt, og alveg óvart, upp í ævintýraferð um eyjuna þvera og endilanga og lenda í alls konar hremmingum. Á leiðinni kynnast þeir Hönnu Stínu sem er bæði drepfyndin og hugrökk sem er ekki endilega góð uppskrift þegar kemur að brandarabílum. Amma Lena bætist svo í hópinn og ferðalagið tekur heldur betur óvænta stefnu.
Brandarabíllinn er fyrsta bókin í sprenghlægilegum bókaflokki eftir Sváfni Sigurðarson.