Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Jarðvísindakona deyr

1,490 ISK 999 ISK

Höfundur Ingibjörg Hjartardóttir

Í huga fólks er fyrsta skóflustungan ætíð visst merki um upphaf; eitthvað nýtt er í sjónmáli, verk til hins betra er hafið. Erlendur auðjöfur reisir kísilver í afskekkta þorpinu Selvík. Af hverju er ekki íbúafundur til þess að upplýsa fólkið betur? Býr eitthvað meira að baki? Hvað með hættumat vegna jarðskjálfta? Selvík er á einu virkasta jarðskjálftasvæði landsins.

Forvitni Margrétar er vakin þegar ung jarðvísindakona finnst látin í bíl sínum á heiðinni og óvæntir atburðir eiga sér stað í þessu friðsæla þorpi. Sjálfskipaði kvenspæjarinn rekur hvern þráð sem á vegi hennar verður og unir sér engrar hvíldar fyrr en sannleikurinn lítur dagsins ljós. 

Ingibjörg Hjartardóttir fetar glæpsamlegar slóðir í Jarðvísindakona deyr og gerir stór samtímaleg málefni að yrkisefni sínu. Undir niðri kveður þó við glettinn tón enda ekki á hverjum degi sem konur á besta aldri lenda í hringiðu sakamála.