Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Að hálfu horfin

3,990 ISK

Höfundur Brit Bennett

Að hálfu horfin er hrífandi saga þriggja kynslóða litaðra kvenna í Bandaríkjunum, saga af lygum, leyndarmálum og því að tileinka sér sjálfsmynd annars kynþáttar í leit að betra lífi.

Tvíburasysturnar Stella og Desirée alast upp í smáþorpi í Louisiana þar sem allir eru af blönduðum uppruna. Þegar systurnar strjúka að heiman sextán ára gamlar árið 1954 til að freista gæfunnar í New Orleans gera þær sér ljóst að ýmsar dyr geta opnast því fólki sem eru nógu ljóst yfirlitum … svo framarlega sem það tileinkar sér hætti hvítra.

Og þar skilur leiðir: Önnur systirin tekur skrefið yfir í veröld hvíta fólksins og afneitar uppruna sínum en hin flytur að lokum aftur til heimabæjarins. En örlög þeirra fléttast óvænt saman aftur með næstu kynslóð.

Ragna Sigurðardóttir þýddi.