Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ég læðist framhjá öxi

2,690 ISK 1,990 ISK

Höfundur Beate Grimsrud

Lýdía býr ásamt fjölskyldu sinni í smábæ í Noregi á áttunda áratugnum. Sjónarhornið er hennar og lesandi fylgist með þegar hún upplifir ljúfsár tímamót æsku og unglingsára. Systkinin eru sjö og fjölskyldan þykir „óvenjuleg“ ... hefur ekki mikið umleikis, faðirinn atvinnulaus sveimhugi en móðirin píanóleikari með brostnar vonir. Stúlkan hefur mikið og frjótt ímyndunarafl – hún dvelur oft við augnablik og minningar og úr þeim verða sögur, stundum léttar og barnslegar en sumar þeirra eiga sér dekkri hlið ... Hún skynjar lífið frekar en hún skilji það og þannig fær lesandi nýtt og ferskt sjónarhorn á fjölskyldulíf, ást, umhyggju, drauma og metnað, og ýmislegt annað sem tekst á í huga fólks frá degi til dags. Ég læðist framhjá öxi lýsir upplifun lítillar stúlku sem þarf að lifa af ... þangað til hún skilur í stað þess að skynja ... þangað til hún fullorðnast.

Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2000.