Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Men

7,490 ISK 4,290 ISK

Höfundur Sigrún Pálsdóttir

Ungur atvinnulaus flautuleikari hefur tekið að sér menningarritstjórn á rótgrónu dagblaði og unir hag sínum þar ágætlega, allt þar til hann fær í hendur einkennilegt verkefni: afmælisviðtal við fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands sem farið hefur huldu höfði frá því hann hrökklaðist úr embætti fyrir um tveimur áratugum.

Ungi maðurinn heldur hugdjarfur á fund viðmælanda  síns en verkefnið tekur nokkuð óvænta stefnu skömmu eftir að hann kemur á áfangastað. Þar mæta honum ýmsar hindranir sem hann þarf að yfirstíga áður en hann tekst á við pólitíska fortíð valdhafans í því kolsvarta myrkri sögunnar sem skollið er á í íburðarmiklum híbýlum ráðamannsins fyrrverandi.